Saturday, April 21, 2012

Erfiðir dagar liðnir.

Þá er maður búinn að vera að standa í garðvinnu í 2 daga.
Fórum tveir úr húsinu út í gærmorgun og byrjuðum að saga niður tré sem vor orðin of stór og skyggðu á húsið.
Þetta var heilmikil púlvinna. Þó vorum við með 2 keðjusagir.
Og mikið rosalega getur hæð trjáa platað mann. Greinar og stofnar voru miklu stærri en við gerðum okkur grein fyrir. En niður fór þetta allt saman og var sagað alveg niður við jörð.
Vorum að til um kl. 18:30 í gærkvöld. Einn íbúi hússins, sem kom ekki nálægt neinu og lét sig hverfa, fékk hálfgert áfall þegar hann kom svo heim undir kvöldið og sá hvað við höfðum afkastað. Vildi meina að við hefðum tekið meira en um hafði verið rætt, en það var nú ekki svo og honum gerð grein fyrir því.
Þá skrapp ég út í sundlaug og settist í nuddpottinn. Og það var sko þörf á því. Nýi nuddpotturinn er rosalega góður. Ég hélt að nuddbunan ætlaði í gegnum mig.
Svo héldum við áfram að saga niður í smærri hluta, í dag, það sem við söguðum niður í gær.
En það tók okkur ekki nema um 2 tíma.
Fór svo aftur í sund áðan og synti þá í 30 mínútur, 1700 metra. Svo í nuddpottinn á eftir og nú líður mér alveg stórvel.
Ætla svo að slaka á í kvöld og glápa á imbann, þó engin sérstök dagskrá verði þar.

No comments:

Post a Comment