Friday, March 9, 2012

Skrapp í dag á bókamarkaðinn í Perlunni. Þar var bara ágætis úrval af kristilegum bókum á til þess að gera lágu verði. Þannig að konan keypti nokkrar.
Svo var þarna alveg hellingur af öðrum bókum sem mig hefði langað til að kaupa, en sumar voru helst til of hátt verðlagðar, fyrir mig.
Sonur minn fann reyndar ekki þær bækur sem hann var að sverma fyrir. Hann vantar einhverjar af fyrstu bókunum um Íslenska knattspyrnu. Flestar þeirra hefur hann einmitt fundið þarna á markaðnum.
En ég mæli eindregið með að fólk kíki á markaðinn. Hann hættir reyndar þetta árið á sunnudaginn 11. mars kl. 18.

Thursday, March 8, 2012

Kemur ekkert á óvart.

Það fór alveg eins og ég átti von á.
Það les enginn nema ég það sem ég skrifa hér á þessu bloggi.
Þannig að það er alltaf spurning hvort maður eigi að vera að eyða tíma í að skrifa fyrir sjálfan sig.

Ef tengja á saman tvö rör þarf maður oft að nota múffu.
En þegar maður tengir saman tvö orð eða fleiri lenda þau oft ofan í skúffu.

Tuesday, March 6, 2012

Um daginn var alveg einstaklega fallegur dagur.
Ég fór í sund, að vanda, og synti mína 1600 metra. Fór svo í pottinn og átti gott spjall við pottfélagana.
Oft á tíðum er ég yngstur í pottinum, þótt undarlegt sé.
Ég gekk svo heim og gat ekki stillt mig um að taka myndir á leiðinni. Umhverfið var svo fallegt.
Snjór yfir öllu og algert logn og heiður himinn að mestu.
Þá getur maður bara hugsað um að þetta sé dagur sem Drottinn hefur gert.