Wednesday, August 22, 2012

Nýlegar fréttir af mér.

Af mér er það að frétta frá síðustu skrifum mínum, að ég hef fengið vinnu.
Það á að kallast bókhaldsvinna, en hún hefur farið nokkuð rólega af stað. En þetta kemur allt saman.
Ég var semsagt búinn að vera atvinnulaus síðan í október 2010 þar til 1. júlí 2012. Nokkuð langur tími að margra mati.
Margir spurðu mig að því hvort ég væri ekki að verða vitlaus, að hafa ekkert að gera. En mitt svar var alltaf það sama. "Það að gera ekki neitt hefur aldrei þvælst fyrir mér". Mér hefur ekki leiðst neitt. Það var alltaf tími til að fara í sundlaugarnar og synda þá 1600 metra sem ég hef komið mér í. Var einn daginn reyndar svo afslappaður í sundinu að ég synti 2 Km án þess að blása úr nös.
En ég hleyp ekki svona langt. Ég hef ekkert úthald í að hlaupa. Og svo vil ég ekki leggja það á hnjáliðina á mér. Þeir eru ekkert allt of góðir. Búinn að fara í speglunaraðgerð á báðum hnjám og finn að ég þarf að hlífa þeim. Svo að sundið varð fyrir valinu.
En aðalfréttin af mér er semsagt sú að ég er farinn að vinna.
Meira seinna fyrir ykkur sem sjáið þetta og nennið að lesa það.

No comments:

Post a Comment